Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn
Arkís arkitekta ehf.
, mótt. 11. nóvember 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Sigtúnsreits vegna lóðarinnar nr. 7 við Engjateig. Í breytingunni felst að innkeyrsla á lóðina er færð, afmarkaður er nýr einnar hæðar byggingarreitur fyrir hliðhús á lóðinni, bílastæðum á lóðinni er fækkað úr 57 í 12 og komið er fyrir tæknirýmum og geymslum í bílakjallara. Jafnframt er sett inn heimild fyrir allt að 4,5 m hárri öryggisgirðingu á lóðinni, samkvæmt uppdr.
Arkís arkitekta ehf.
, dags. 30. október 2015. Einnig er lagt fram bréf Arkís Arkitekta ehf., dags. 11. nóvember 2015. Tillagan var auglýst frá 20. janúar 2016 til og með 9. mars 2016. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Veitur, dags. 21. janúar 2016, Antoníus Þ. Svavarsson f.h. Prófasts ehf., dags. 25. febrúar 2016. Einnig er lögð fram bókun hverfisráðs Laugardals frá 25. janúar 2016. Jafnframt er lagður fram tölvupóstur Dr. Agna Ásgeirssonar f.h. Lífeyrissjóðs Starfsmanna Ríkisins, lóðarhafa Engjateigs 11, dags. 2. mars 2016 og tölvupóstur Árna B. Björnssonar f.h. Verkfræðingafélags Íslands, lóðarhafa Engjateigs 9, dags. 2. mars 2016, þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á fundi skipulagsfulltrúa 11. mars 2016 og er nú lagt fram að nýju.