breyting á deiliskipulagi
Vesturgata 2
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 835
3. september, 2021
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. ágúst 2021 var lögð fram umsókn Davíðs Kristjáns Chatham Pitt f.h. Tvíeyki ehf., varðandi breytingu á deiliskipulagi Grófarinnar vegna lóðarinnar nr. 2 við Vesturgötu. Í breytingunni felst að gera svalir á bakhlið (norðurhlið) húss í porti ásamt flóttastiga, stækka geymslur undir hluta af svölum og gera bólverk (gamlan hafnarkant) sýnilegan að hluta, samkvæmt uppdr. Davíðs Kr. Pitt arkitekts dags. 25. júlí 2021. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 5. október 2021.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Vesturgötu 2a, Hafnarstræti 1-3 og Tryggvagötu 22.
Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.

Landnúmer: 100815 → skrá.is
Hnitnúmer: 10003692