breyting á deiliskipulagi
Njálsgata 53, 55 og 57
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 13 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 373
18. nóvember, 2011
Annað
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsstjóra 11. nóvember 2011 var lögð fram fyrispurn Leiguíbúða ehf. dags. 10. nóvember 2011 varðandi stækkun byggingarreits vegna svalagangs og sameiginlegrar lyftu fyrir húsin á lóðunum nr. 53, 55 og 57 við Njálsgötu, samkvæmt uppdrætti Zeppelin Arkitekta dags. 9. nóvember 2011. Einnig er lagt fram samþykki 7 nágranna mótt. 8. nóvember 2011. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 17. nóvember 2011.
Svar

Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurnina, á eigin kostnað. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.

101 Reykjavík
Landnúmer: 102397 → skrá.is
Hnitnúmer: 10023422