breyting á deiliskipulagi
Bústaðavegur 151-153
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 711
11. janúar, 2019
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar nr. 151 og 153 við Bústaðaveg. Deiliskipulagtillagan sýnir færslu stofnveituhitalagnar gegnum reitinn 5 metra til suðurs sem hliðrar lóðarmörkum og byggingarreitum lóða nr. 151B og 151C sem því nemur. Lega stíga- og gatnakerfis svæðisins hefur verið hannað frekar og hliðrað óverulega til. Ný aðkomuleið akandi umferðar að veitingastað á lóð nr. 153 var færð inn á Bústaðaveg næst gatnamótum við Reykjanesbraut. samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 1. október 2018. Vegna aðkomu frá Bústaðavegi breyttist útfærsla Bústaðavegar og var m.a. gert ráð fyrir umferðareyjum til að stýra umferð og bæta umferðaflæði um fyrirhuguð gatnamót. Einnig er lögð fram húsakönnun Landslags dags. 15. maí 2018, umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 30. maí 2018, bréf Minjastofnunar Íslands dags. 5. júní 2018 og bréf Vegagerðarinnar dags. 28. september 2018. Einnig eru lögð fram Húsaskrá og varðveislumat Formleifaskrá Borgarsögusafni dags. 28. september 2018. Tillagan var auglýst frá 22. október 2018 til og með 3. desember 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Andri Þór Arinbjörnsson f.h. Reita - verslun ehf. dags. 8. nóvember 2018. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. desember 2018 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs

108 Reykjavík
Landnúmer: 108439 → skrá.is
Hnitnúmer: 10008981