Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar nr. 151 og 153 við Bústaðaveg. Deiliskipulagtillagan sýnir færslu stofnveituhitalagnar gegnum reitinn 5 metra til suðurs sem hliðrar lóðarmörkum og byggingarreitum lóða nr. 151B og 151C sem því nemur. Lega stíga- og gatnakerfis svæðisins hefur verið hannað frekar og hliðrað óverulega til. Aðkomuleið að lóðum var framlengd til norður um 10 m svo stórir bílar geti athafnað sig á svæðinu næst nr. 151D. Aðkomuleið akandi umferðar að veitingastað á lóð nr. 153 var færð inn á lóð 151A sem minnkar, en við það er þörf á að fjarlæga helming af núverandi hesthúsum Fáks á lóðinni, samkvæmt uppdr. ARKÍS arkitekta ehf. og
Landslags ehf.
dags. 11. september 2018. Einnig er lögð fram húsakönnun Landslags dags. 15. maí 2018, umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 30. maí 2018, bréf Minjastofnunar Íslands dags. 5. júní 2018 og bréf Vegagerðarinnar dags. 28. september 2018. Einnig eru lögð fram Húsaskrá og varðveislumat Formleifaskrá Borgarsögusafni dags. 28. september 2018 og uppdráttur Arkís arkitekta og
Landslags ehf.
dags. 1. október 2018. Tillagan var grenndarkynnt frá 22. október 2018 til og með 3. desember 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Andri Þór Arinbjörnsson f.h. Reita - verslun ehf. dags. 8. nóvember 2018.