Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. febrúar 2017 var lögð fram umsókn
THG arkitekta ehf.
, mótt. 24. janúar 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 2 við Norðurbrún. Í breytingunni felst að hækka húsið um tvær inndregnar hæðir og breyta notkun hússins úr verslunarhúsnæði í atvinnuhúsnæði með íbúðum, allt að 30-90 m2 að stærð, samkvæmt uppdr.
THG arkitekta ehf.
, dags. 4. janúar 2017, fjöldi íbúða yrði samtals 8 íbúðir. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs. Erindið fellur undir gr. 7.5 í Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.