breyting á deiliskipulagi
Norðurbrún 2
Síðast Samþykkt að grenndarkynna á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 712
18. janúar, 2019
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 21. júní 2018 um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 2 við Norðurbrún. Í breytingunni felst að rífa núverandi verslunarhús og byggja nýtt íbúðarhús með verslun að hluta til á 1. hæð, 2. hæðin verður inndreginn frá suðvestri. Húsin verða því tvær hæðir og kjallari með verslun - og þjónustu á götuhæð og íbúðum á 1. og 2. hæð, samkv. uppdráttum THG Arkitekta ehf. dags. 4. júní 2018. Einnig er lagt fram skuggavarp dags. 4. júní 2018. Einnig er lögð fram ábending Bjarna Pálmasonar dags. 16. október 2018. Erindinu var frestað, umsækjandi hafi samband við embættið vegna skuggavarpsuppdrátta, og er nú lagt fram að nýju ásamt minnisblaði THG Arkitekta ehf. dags. 22. október 2018 og leiðréttum skuggavarpsuppdrætti 4. júní 2018 síðast breytt 22. nóvember 2018. Tillagan var auglýst frá 1. október 2018 til og með 12. desember 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: íbúar að Norðurbrún 4, 6, 8, 10, 12, 14, 20 og 22 dags. 8. desember 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. desember 2018 og er nú lagt fram að nýju,
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs

104 Reykjavík
Landnúmer: 104191 → skrá.is
Hnitnúmer: 10024179