Breytingar á innra skipulagi.
Laugavegur 59
Síðast Engar athugasemdir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 563
20. nóvember, 2015
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Vesturgarðs ehf. dags. 29. júlí 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.0 vegna lóðar nr. 59 við Laugaveg. Í breytingunni felst að byggja inndregna þakhæð ofan á núverandi hús og breyta 3. og 4. hæð hússins í íbúðir, samkvæmt uppdrætti Trípólí arkitekta dags. 29. júlí 2015. Tillagan var auglýst frá 14. september til og með 26. október 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir, Nordik Lögfræðiþjónusta, Hjörleifur Kvaran f.h. Hverfi ehf., dags. 26. október 2015. Einnig er lagt fram bréf Vesturgarðs ehf. dags. 2. nóvember 2015. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á fundi skipulagsfulltrúa 30. október 2015 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.