Lögð fram forsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. janúar 2021 vegna breytingu á deiliskipulagi Skúlagarðsreits eystri, reitur 1.222.2, vegna lóðarinnar nr. 159 við Laugaveg. Núverandi heimildir og kvaðir á lóðinni fyrir nýbygging kveða á hús á tveimur hæðum, kjallara og risi (2h, k, r). Hámarks byggingarmagn (viðbótarbyggingarmagn) helst óbreytt 650 m2. Hámarks NHL. er 1,95. Núverandi lóðarstærð er 343 m2 skv. þjóðskrá og þinglýstur eigandi er Reykjavíkurborg. Kvöð um undirgöng (göngustíg) milli inngarðs (Skúlagarðs) og Laugavegar helst óbreytt en heimilt verður að hnika henni til innan lóðar. Á lóðinni eru byggingarlínur við gangstéttarbrún bundnar byggingarlínur. Bílastæðafjöldi innan lóðar verður 0 / núll. Útreikningur á bílastæðum skal reiknast í samræmi við mismunandi íbúðastærðir og skal miða við lágmarksfjölda í nýrri reglugerð Reykjavíkur yfir hjóla- og bílastæði sem tóku gildi í janúar 2019. Ekki er farið fram á að uppbyggingaraðili borgi sig frá bílastæðum. Lagt er upp með að koma fyrir fjölbreyttum íbúðastærðum, 2x-3-herberja, 3x-2-herberja og 2x-stúdíóíbúðum. Húsið verður staðsteypt með stílbragði íslenskrar steinsteypuklassíkur og myndar samfellu við nágrannahús nr. 159A og 161. Gert er ráð fyrir þjónustu eða vinnuaðstöðu (verkstæði) í takmörkuðu mæli á jarðhæð við Laugaveg beggja megin við undirgang með stórum gluggum sem ná inn með undirgangi / passage. Hugað verði að upplifun borgara í undirgangi / passage, t.a.m. með gæða efnisvali, lýsingu og listaverki, svo borgarar upplifi sig örugga og að almenn vellíðan á göngu sé tryggð. 1% af byggingarkostnaði verði tekið nýtt undir listaverk eða frágangi á undirgangi / passage.