Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. febrúar 2017, að skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar vinnu við deiliskipulag Bryggjuhverfis vestur- svæði 4, samkvæmt rammaskipulagi Elliðaárvogs-Ártúnshöfða, svæðið nær til núverandi landfyllingar vestur af Bryggjuhverfi. Kynning stóð til og með 9. mars 2017. Eftirtaldir aðilar sendu umsagnir: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, dags. 7. mars 2017, Veitur, dags, 7. mars 2017, Minjastofnun Íslands, dags. 8. mars 2017, Borgarsögusafn Reykjavíkur, dags. 10. mars 2017 og Skipulagsstofnun, dags. 17. mars 2017.