breyting á deiliskipulagi vegna Tangarbryggju 6-8, 10, 12 og 12A og Naustabryggju 17-19 og 31-33
Bryggjuhverfi við Grafarvog
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 670
23. febrúar, 2018
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 13. desember 2017 sem unnin er af Arkís, Verkís og Landslagi, vegna gerðar deiliskipulags fyrir Bryggjuhverfi vestur, svæði 4. Svæðið er að mestu á núverandi landfyllingu og afmarkast af núverandi Bryggjuhverfi til austurs, Ártúnshöfða til suðurs og sjó til norðurs og vesturs. Í tillögunni er stefnt að uppbyggingu til að styrkja byggðamynstur núverandi Bryggjuhverfis og mæta þörf fyrir uppbyggingu nýrra íbúða auk þjónustu. Einnig er lögð fram almenn greinagerð og skilmálar fyrir innviði dags. 13. desember 2017 og greinargerð og skilmálar fyrir húsbyggingar og mannvirki á lóð dags. 13. desember 2017. Jafnframt eru lögð fram drög Borgarsögusafns Reykjavíkur að húsakönnun Ártúnshöfða dags. nóvember 2017. Tillagan var auglýst frá 5. janúar 2018 til og með 16. febrúar 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Magnús Þór Ásgeirsson dags. 5. janúar 2018, Þorsteinn Þorgeirsson 5. og 30. janúar 2018 og Veitur dags. 16. febrúar 2018.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.