breyting á deiliskipulagi vegna Tangarbryggju 6-8, 10, 12 og 12A og Naustabryggju 17-19 og 31-33
Bryggjuhverfi við Grafarvog
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 769
17. apríl, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga um breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis vestur, svæði 4. Í breytingunni felst að heimila fyrstu hæð í íbúðarhúsum á lóðum A og B að fylgja götuhæð, eða þannig að ekki þurfi að lyfta þeim 0,5-1,2 m þar sem ekki er reiknað með kjallara undir þeim. Byggingarreitir á lóð A lengjast og fara úr 31 og 32 metrum í 32,5 metra, svæði fyrir djúpgáma færist til á lóðum A og B. Hæð norðvestasta hússins breytist í 4 hæðir í stað 3-4 hæðir og þakform breytist, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 30. janúar 2020. Tillagan var grenndarkynnt frá 26. mars 2020 til og með 27. apríl 2020 en þar sem samþykki hagsmunaaðila barst þann 16. apríl 2020 er erindi lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Samþykkt með vísan til a. liðar 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1020/2019.