breyting á deiliskipulagi vegna Tangarbryggju 6-8, 10, 12 og 12A og Naustabryggju 17-19 og 31-33
Bryggjuhverfi við Grafarvog
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 516
14. nóvember, 2014
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Björns Ólafs arkitekts f.h. Arcus ehf. dags. 19. júní 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis vegna lóða við Tangabryggju og Naustabryggju. Í breytingunni felst breyting á byggingarreitum, bílastæðum, innkeyrslum o.fl., samkvæmt lagfærðum uppdr. Björns Ólafs arkitekts dags. 3. september 2014. Einnig er lögð fram greinargerð Björns Ólafs ark. og Arcus ehf. dags. 23. júní 2014.
Tillagan var auglýst frá 26. september til og með 7. nóvember 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sveinn Magnússon dags. 2. október 2014 og íbúasamtök Bryggjuhverfis dags. 6. nóvember 2014. Einnig er lögð fram bókun Hverfisráðs Grafarvogs frá 28. október 2014.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.