Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis vegna lóðarinnar nr. 31-33 við Naustabryggju. Í breytingunni felst að komið er fyrir bílastæði fyrir hreyfihamlaða á lóð. Tillagan var grenndarkynnt frá 7. mars 2022 til og með 4. apríl 2022. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Baldur Ólafsson, dags. 1. apríl 2022, Jónína R. Einarsdóttir dags. 1. apríl 2022, Ólafur Helgi Móberg Ólafsson dags. 3. apríl 2022, Haukur Bragason dags. 4. apríl 2022, Iris Edda Nowenstein dags. 4. apríl 2022, Arna Kristjánsdóttir og Benedikt Óskarsson f.h. húsfélags Naustabryggju 31-33 dags. 4. apríl 2022 og Björn Jón Bragason f.h. Lóðafélagsins Naustabryggju 21-29 og 41-57 dags. 30. mars 2022.