Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis. Í breytingunni felst að skipulagssvæðið er stækkað til suðurs að mörkum deiliskipulags Ártúnshöfða og til austurs út fyrir stíg sem er 20-30 m frá strönd Grafarvogs. Stækkun skipulagssvæðisins er um 7,5 ha en með stækkuninni verður hluti stofnbrautarinnar Gullinbrú og tenging Sævarshöfða við hana innan skipulagssvæðisins, samkvæmt uppdr. Landslags dags. 21. apríl 2021.