(fsp) útigeymsla/garðskáli
Laugarásvegur 25
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 377
6. janúar, 2012
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lagt fram fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. nóvember 2011 þar sem sótt er um leyfi til að fjarlægja einlyfta skúrbyggingu við austurhlið og byggja þess í stað úr steinsteypu tvílyfta viðbyggingu á bakhluta lóðarinnar, sbr. fyrirspurn BN043304, sem tengist með tengigangi úr timbri núverandi húsi, byggt 1935, á lóð nr. 25 við Laugarásveg. Meðfylgjandi með fyrirspurn er greinargerð arkitekts dags. 7.7. 2011 og umsögn skipulagsstjóra dags. 29.7. 2011. Einnig er lagt fram bréf Ólafar Nordal og Tómasar M. Sigurðssonar dags. 8. desember 2011 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdafresti vegna grenndarkynningar sem líkur 15. desember 2011. Á fundi skipulagsstjóra þann 9. desember 2011 var samþykkt að framlengja athugasemdafrest til 3. janúar 2012. Að lokinni kynningu sendu eftirtaldir aðilar athugasemdir: Sigríður Guðmundsdóttir dags. 13. desember 2011, Ólöf Nordal og Tómas Sigurðsson dags. 3. janúar 2012.
Svar

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

104 Reykjavík
Landnúmer: 104769 → skrá.is
Hnitnúmer: 10016691