Fyrirspurn
Lagt fram fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. nóvember 2011 þar sem sótt er um leyfi til að fjarlægja einlyfta skúrbyggingu við austurhlið og byggja þess í stað úr steinsteypu tvílyfta viðbyggingu á bakhluta lóðarinnar, sbr. fyrirspurn BN043304, sem tengist með tengigangi úr timbri núverandi húsi, byggt 1935, á lóð nr. 25 við Laugarásveg. Einnig er lagt fram bréf Ólafar Nordal og Tómasar M. Sigurðssonar dags. 8. desember 2011 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdafresti vegna grenndarkynnigar sem líkur 15. desember 2011.
Stærðir stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Meðfylgjandi með fyrirspurn er greinargerð arkitekts dags. 7.7. 2011 og umsögn skipulagsstjóra dags. 29.7. 2011.
Gjald kr. 8.000 + xx