Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Pálmars Kristmundssonar dags. 12. október 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Safamýrar- Álftamýrar vegna lóðarinnar nr. 2 (hús nr. 2A) við Starmýri. Í breytingunni felst að bætt er við byggingareit fyrir 4. hæð sem nemur um helmingi þakflatar, á suðurhluta byggingareits, og er heimilt byggingarmagn 4. hæðar 350 m2 brúttó. Heimilt er að auka íbúðafjölda á Starmýri 2A um 2 íbúðir og hámarksfjöldi íbúða á lóðinni verður 25. Tveimur íbúðum á 4. hæð fylgja þegar byggðir bílskúrar í kjallara og bílastæði framan við hvorn þeirra, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum PK Arkitekta ehf. dags. 16. nóvember 2021. Tillagan var auglýst frá 9. febrúar 2022 til og með 23. mars 2022. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigríður Ström dags. 8. mars 2022, Sif Cortes dags. 22. mars 2022, Ragnheiður Bragadóttir f.h. íbúa í Starmýri 6 dags. 22. mars 2022 og Erla Hafrún Guðjónsdóttir dags. 23. mars 2022. Að loknum athugasemdafresti barst athugasemd frá Helgu Björnsdóttur f.h. eigenda og íbúa Starmýri 4 dags. 26. mars 2022, mótt. 28. mars 2022. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. mars 2022 og er nú lagt fram að nýju.