breyting á deiliskipulagi
Starmýri 2
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 851
7. janúar, 2022
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. október 2021 var lögð fram umsókn Pálmars Kristmundssonar dags. 12. október 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Safamýris - Álftamýris vegna lóðarinnar nr. 2 (hús nr. 2A) við Starmýri. Í breytingunni felst að nýtingarhlutfall lóðar hækkar úr 1,19 í 1,3. Bætt er við byggingareit fyrir 4. hæð sem nemur um helmingi þakflatar, á suðurhluta byggingareits, og er heimilt byggingarmagn 4. hæðar 350 m2 brúttó. Heimilt er að auka íbúðafjölda á Starmýri 2A um 2 íbúðir og hámarksfjöldi íbúða á lóðinni verður 25. Tveimur íbúðum á 4. hæð fylgja þegar byggðir bílskúrar í kjallara og bílastæði framan við hvorn þeirra, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum PK Arkitekta ehf. dags. 16. nóvember 2021. Einnig er lagt fram bréf dags. PK Arkitekta ehf. 14. október 2021. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1551/2021.

108 Reykjavík
Landnúmer: 103700 → skrá.is
Hnitnúmer: 10092867