Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. maí 2021 var lögð fram umsókn Pálmars Kristmundssonar dags. 20. maí 2021 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Safamýris - Álftamýris vegna lóðarinnar nr. 2 við Starmýri. Breytingin felst í því að fækka um eina íbúð í Starmýri 2a og fjölga um eina íbúð í Starmýri 2C. Heildarfjöldi íbúða á lóðinni verður óbreyttur; 23 íbúðir. Fastanúmerum fækkar úr 7 í 5.Heildarfjöldi íbúða á lóðinni verður óbreyttur; 23 íbúðir. Fastanúmerum fækkar úr 7 í 5., samkvæmt tillögu KP Arkitekta ehf. dags. 25. maí 2021. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar
Vísað til skipulags- og samgönguráðs. Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 7.5 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.