breyting á deiliskipulagi, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
Háskóli Íslands, vestan Suðurgötu
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 12 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 425
4. janúar, 2013
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Háskóla Íslands dags. 9. október 2012 um breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands vestan Suðurgötu, reit A1, skv. uppdrætti Teiknistofu Arkitekta, dags. 3. okt. 2012. Um er að ræða aukið byggingarmagn vegna svæðis B, lóð Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. Tillagan var auglýst frá 12. nóvember til og með 24. desember 2012. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar