Hækka hús - endurnýjun á byggingarleyfi BN053130
Norðurstígur 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 627
31. mars, 2017
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn THG Arkitekta ehf. , mótt. 23. nóvember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðurstígsreits vegna lóðarinnar nr. 3 við Norðurstíg. Í breytingunni felst hækkun hússins um eina hæð, samkvæmt uppdr. THG Arktekta ehf., dags. 16. nóvember 2016. Einnig er lagt fram skuggavarp THG Arkitekta ehf. , dags. 16. nóvember 2016. Jafnframt er lögð fram umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 7. apríl 2016 og umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 11. júlí 2016. Tillagan var auglýst frá 15. febrúar til og með 29. mars 2017. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar