forsögn fyrir endurskoðað deiliskipulag.
Gufunes, útivistarsvæði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 695
24. ágúst, 2018
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi fyrir 1. áfanga í Gufunesi, ásamt greinargerð og skilmálum dags. 11. maí 2018. Um er að ræða fyrsta áfanga í skipulagi Gufunessvæðisins. Markmiðið er að útbúa áhugavert og spennandi svæði fyrir kvikmyndaþorp í tengslum við blandaða byggð, þ.m.t. íbúðir. Jafnframt að mynda sterkan ramma almenningssvæðis utan um sveigjanlega og sjálfsprottna byggðarþróun, með áherslur á að þar geti þróast forsendur fyrir fjölbreytt og skapandi samfélag þar sem er gott að búa, starfa og njóta lífsins. Einnig er lögð fram húsakönnun dags. 8. desember 2017 og fornleifaskráning Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 2018. Tillagan var auglýst frá 6. júlí 2018 til og með 17. ágúst 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Íslenska Gámafélagið dags. 14. ágúst 2018.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.