Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. apríl 2018 var lagt fram bréf borgarstjóra dags. 13. apríl 2018 vegna samþykktar borgarráðs frá 12. apríl 2018 á svohljóðandi tillögu borgarstjóra dags. 10. apríl 2018: Lagt er til að borgarráð samþykki að stefna að gerð ylstrandar í Gufunesi. Gera skal ráð fyrir henni í nýju deiliskipulagi af svæðinu en starfshópur íþrótta- og tómstundasviðs, umhverfis- og skipulagssviðs og Veitna skulu áfram vinna að þróun verkefnisins á grundvelli frumathugunar sömu aðila sem liggur fyrir. Unnin verði fjárfestingar- og rekstraráætlun, ásamt tímaáætlun framkvæmda sem lagðar verði fyrir borgarráð til samþykktar fyrir 1. október nk. Gerðar verði nauðsynlegar kannanir og rannsóknir á jarðvegi og umhverfi. Miðað verði við að Orkuveitan standi undir kostnað við að leiða heitt umframvatn á ylströndina, ásamt nauðsynlegri uppfærslu á fráveitukerfum en Reykjavíkurborg annan framkvæmdakostnað og framtíðarrekstur, sbr. fyrirhugaða fjárfestingar- og rekstraráætlun. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.