forsögn fyrir endurskoðað deiliskipulag.
Gufunes, útivistarsvæði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 730
31. maí, 2019
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. maí 2019 var lögð fram umsókn Fjöreflis ehf. dags. 17. maí 2019 ásamt greinargerð verkfræðistofunnar Efla dags. 20. maí 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Gufuness. Í breytingunni felst m.a. að byggingareitir eru stækkaðir umtalsvert innan afnotasvæðis, gólfkóti bygginga hækkaður um 2 m, úr 19 í 21 m. Byggingarmagn aukið um 600 fm. og bráðabirgðareitur sameinaður nýjum byggingareit og heimilt er að vera með allt að 30 smáhýsi á afnotasvæðinu, hámarksstærð að grunnfleti 45 fm hvert hús, hámarkshæð í mæni húss 5,5 m frá gólfkóta o.fl. Sjá nánar uppdrætti verkfræðistofunnar Efla dags. 20. maí 2019. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu ef til auglýsingar á tillögunni kemur skv. gr. 7.5 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.