Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 20. september 2019 var lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 17. september 2019 um framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar og lagningu veitukerfa í Gufunesi áfanga 1. Einnig er lagt fram teikningasett Verkís dags. í ágúst 2019. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. september 2019. Erindi er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 29. september 2022 þar sem óskað er eftir framlengingu á framkvæmdaleyfi til ársloka 2024.