forsögn fyrir endurskoðað deiliskipulag.
Gufunes, útivistarsvæði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 812
12. mars, 2021
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Plúsarkitekta ehf. dags. 1. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir 1. áfanga í Gufunesi vegna kvikmyndaþorps 1, reitur C. Í breytingunni felst skipting lóðarinnar í tvo hluta ásamt frekari skilgreiningum, samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta ehf. dags. 16. febrúar 2021. Einnig er lögð fram greinargerð GN Studios ehf. og Gufuness Fasteignaþróunar ehf. dags. 18. febrúar 2021.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1472/2020, áður en breytingin er auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.