Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Fjöreflis ehf. dags. 17. maí 2019 ásamt greinargerð verkfræðistofunnar Efla dags. 20. maí 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Gufuness. Í breytingunni felst m.a. að byggingareitir eru stækkaðir umtalsvert innan afnotasvæðis, gólfkóti bygginga hækkaður um 2 m, úr 19 í 21 m. Byggingarmagn aukið um 1650 fm. og bráðabirgðareitur sameinaður nýjum byggingareit og heimilt er að vera með allt að 25 smáhýsi á afnotasvæðinu, hámarksstærð að grunnfleti 45 fm hvert hús, hámarkshæð í mæni húss 5,5 m frá gólfkóta o.fl. Sjá nánar uppdrætti verkfræðistofunnar Efla dags. 20. maí 2019. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar dags. 4. júní 2019. Tillagan var auglýst frá 10. september 2019 til og með 22. október 2019. Engar athugasemdir bárust.