forsögn fyrir endurskoðað deiliskipulag.
Gufunes, útivistarsvæði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 832
13. ágúst, 2021
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Lagðar eru fram tillögur í hugmyndaleit Spildu ehf. í samstarfi við AÍ um framtíðaruppbyggingu og skipulag átta lóða í eigu Spildu ehf. við sjávarsíðuna í Gufunesi. Niðurstöður hugmyndaleitar voru kynntar í júní. Í hugmyndaleitinni var óskað eftir að heildarmynd væri á uppbyggingu lóða með góðri tengingu við göngustígakerfi Reykjavíkurborgar. Leitast var eftir tillögum sem myndu sýna ákveðið heildaryfirbragð; vönduð og góð byggingarlist sem yrði aðlöguð að umhverfinu með áherslu á yfirbragð svæðisins og að nýbyggingar uppfylli á hagkvæman hátt kröfur og hugmyndafræði forsagnar. Niðurstaða dómnefndar var að tillaga frá JVANTSPIJKER& PARTNERS, ANDERSEN & SIGURDSSON og FELIXX LANDSCAPE ARCHITECTS yrði verðlaunatillagan í hugmyndaleitinni.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.