forsögn fyrir endurskoðað deiliskipulag.
Gufunes, útivistarsvæði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 820
14. maí, 2021
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 19. mars 2021 fyrir nýtt deiliskipulag. Um er að ræða tæplega 20 hektara svæði og er markmið skipulagsins m.a. að festa inn á deiliskipulag bráðabirgðatengingar fyrir innanhverfisveg og stígatengingar frá Gufunesinu upp á Strandveg í Grafarvogi, ásamt því að tryggja góð tengsl við umhverfið með fyrirkomulagi stíga, gatna og opinna svæða. Hafa þarf í huga fyrirhugaða lega Sundabrautar við skipulagsvinnuna. Jafnframt verður Hallsteinsgarður og nærumhverfi fest í sessi inn á deiliskipulag. Lýsing var kynnt til og með 5. maí 2021. Eftirtaldir sendu ábendingar/umsögn: skrifstofa umhverfisgæða dags. 12. apríl 2021, Veitur dags. 13. apríl 2021 og 5. maí 2021, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 4. maí 2021 og íbúaráð Grafarvogs dags. 5. maí 2021.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.