Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 19. mars 2021 fyrir nýtt deiliskipulag. Um er að ræða tæplega 20 hektara svæði og er markmið skipulagsins m.a. að festa inn á deiliskipulag bráðabirgðatengingar fyrir innanhverfisveg og stígatengingar frá Gufunesinu upp á Strandveg í Grafarvogi, ásamt því að tryggja góð tengsl við umhverfið með fyrirkomulagi stíga, gatna og opinna svæða. Hafa þarf í huga fyrirhugaða lega Sundabrautar við skipulagsvinnuna. Jafnframt verður Hallsteinsgarður og nærumhverfi fest í sessi inn á deiliskipulag. Lýsing var kynnt til og með 5. maí 2021. Eftirtaldir sendu ábendingar/umsögn: skrifstofa umhverfisgæða dags. 12. apríl 2021, Veitur dags. 13. apríl 2021 og 5. maí 2021, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 4. maí 2021 og íbúaráð Grafarvogs dags. 5. maí 2021.