forsögn fyrir endurskoðað deiliskipulag.
Gufunes, útivistarsvæði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 851
7. janúar, 2022
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lögð fram drög að lýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. desember 2021, vegna gerð nýs deiliskipulags fyrir Gufunessvæðið, áfanga 2. Í lýsingunni koma fram helstu áherslur sem hafa skal í huga við skipulagsgerðina sem er framundan, en um yrði að ræða nýtt skipulag í tengslum við Gufunesið en deiliskipulag 1. áfanga svæðisins var samþykkt árið 2019. Meðal viðfangsefna og meginmarkiða skipulagsins er að skipuleggja blandaða byggð sem fái fallegt heildaryfirbragð í samræmi við heildarsýn svæðisins og að viðhalda þeim sterka staðaranda sem er fyrir með áherslu á umhverfisgæði fyrir fjölbreytt og skapandi samfélag. Einnig er lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 24. janúar 2020 og Krafa Minjastofnunar Íslands dags. 20. maí 2020 um fornleifarannsóknir vegna 2. áfanga deiliskipulag í Gufunesi.
Svar

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.