forsögn fyrir endurskoðað deiliskipulag.
Gufunes, útivistarsvæði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 894
24. nóvember, 2022
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram forsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 17. mars 2021 fyrir endurskoðað deiliskipulag útivistarsvæðisins í Gufunesi. Um er að ræða um 45 hektara svæði skilgreint sem opið svæði og borgargarður í aðalskipulagi. Markmið skipulagsins m.a. að endurskipuleggja það m.t.t. þeirra hugmynda sem komu fram í samkeppni um Gufunesið árið 2016 og skipuleggja útivistarsvæðið við Gufunesbæ í ljósi þeirrar þróunar sem hefur átt sér stað þar síðasta áratuginn frá því gildandi skipulag tók gildi o.fl. Halda markvisst áfram að því að skapa aðstöðu fyrir margþætta tómstunda-, íþrótta og útivistariðkun í vistlegu umhverfi í góðu samráði og samvinnu við notendur og hagsmunaaðila á svæðinu.
Svar

Vísað til meðferðar við vinnslu við gerð hverfisskipulag fyrir borgarhluta 8, Grafarvogur.