forsögn fyrir endurskoðað deiliskipulag.
Gufunes, útivistarsvæði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 664
12. janúar, 2018
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 9. nóvember 2017 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkur vegna umsóknar Moldarblöndunar-Gæðamold, dags. 30. ágúst 2017 um starfsleyfi til móttöku á og endurvinnslu jarðefna (um 7.500 m3 á ári) og móttöku á lífrænum garðaúrgangi og jarðgerð hans (moltuvinnsla - um 600 m3 á ári) í Gufunesi. Ekki er tiltekinn gildistími í umsókn en starfsleyfi Heilbrigðiseftirlitsins eru almennt gefin út til 12 ára. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. desember 2017.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. desember 2017 samþykkt.