forsögn fyrir endurskoðað deiliskipulag.
Gufunes, útivistarsvæði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 844
5. nóvember, 2021
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi fyrir samgöngutengingar í Gufunesi. Um er að ræða ca. 20 hektara svæði og er markmið skipulagsins m.a. að festa inn á deiliskipulag bráðabirgðatengingar fyrir innanhverfisveg og stígatengingar frá Gufunesinu upp á Strandveg í Grafarvogi, ásamt því að tryggja góð tengsl við umhverfið með fyrirkomulagi stíga, gatna og opinna svæða. Einnig er Hallsteinsgarður og nærumhverfi fest í sessi inn á deiliskipulag o.fl., samkvæmt uppf. uppdrætti Verkís dags. 24. júní, br. 5. nóvember 2021, og greinargerð Verkís dags. 24. júní 2021. Einnig er lögð fram fornleifaskráning Borgarsögusafns Reykjavíkur skýrsla nr. 218. Tillagan var auglýst frá 4. ágúst 2021 til og með 15. september 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Umhverfisstofnunar dags. 12. ágúst 2021, íbúaráð Grafarvogs dags. 17. ágúst 2021, Sigurjón P. Stefánsson dags. 23. ágúst 2021, Veðurstofa Íslands dags. 26. ágúst 2021, Jón Dal Kristbjörnsson og Sigríður María Jónsdóttir dags. 6. september 2021, Skipulagsstofnun dags. 15. september 2021 og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 15. september 2021. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.