Fjölbýlishús með 8 íbúðum
Hagasel 23
Síðast Engar athugasemdir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 697
7. september, 2018
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. júní 2018 var lagt fram bréf velferðarsviðs dags. 28 maí 2018 þar sem velferðarsvið felur umhverfis- og skipulagssviði að kanna hvort hægt sé að koma fyrir sex til sjö einstaklingsíbúðum fyrir einstaklinga með geðfötlun á lóðinni Hagamel 23. Einnig er lögð fram greinargerð velferðarsviðs dags. 21. júní 2017 með tillögum um uppbyggingu sértækra húsnæðisúrræða fyrir fatlað fólk. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt að vinna breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.