Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi framkvæmda- og eignasviðs dags. 15. febrúar 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Dalbrautarreits vegna lóðanna nr. 4 og 6 við Leirulæk. Í breytingunni felst að tengja lóðirnar saman með því að stækka lóð nr. 4 við Leirulæk, samkvæmt uppdrætti framkvæmda- og eignasviðs dags. 15. febrúar 2012. Tillagan var auglýst frá 7. mars til og með 24. apríl 2012. Engar athugasemdir bárust.