(fsp) stækkun 6. hæðar
Suðurlandsbraut 8 og 10
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 588
3. júní, 2016
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Arkís arkitekta ehf. f.h. Eikar fasteignafélags hf., mótt. 9. mars 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Suðurlandsbrautar, Hallarmúla, Ármúla og Vegmúla vegna lóðanna nr. 8 og 10 við Suðurlandsbraut. Í breytingunni felst sameining lóða og að fella úr gildi byggingarreit fyrir tengigangs milli bygginga á 4. og 5. hæð, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. ódags. Tillagan var grenndarkynnt frá 29. apríl til og með 27. maí 2016. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Leiðrétt bókun frá afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa dags. 8. apríl 2016: "Grenndarkynnt verður þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2015."

108 Reykjavík
Landnúmer: 103517 → skrá.is
Hnitnúmer: 10022015