Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Eikar fasteignafélags hf. dags. 2. júní 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Suðurlandsbrautar, Hallarmúla, Vegmúla og Ármúla vegna lóðanna nr. 8 og 10 við Suðurlandsbraut. Í breytingunni felst að byggingarreitir framhúsanna sem eru að hluta til sjö hæða og hluta til tveggja hæða verða sjö hæða, sjöunda hæð verði inndregin og komið verði fyrir nýjum byggingarreit fyrir útbyggingu á 4. og 5. hæð á vesturhlið hússins á lóð nr. 10. Heimilt verður að byggja tengiganga milli húsa á efri hæðum, til þess að hægt verði að tengja saman framhúsin, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 28. maí 2015. Einnig er lögð fram yfirlýsing
Eikar Fasteignafélags hf.
dags. 13. maí 2015 vegna afnota af lóð. Jafnframt er lögð fram umsögn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 8. júlí 2015. Tillagan var auglýst frá 27. júlí 2015 til og með 8. september 2015. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lagt fram bréf þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis f.h. Hverfisráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis, dags. 31. ágúst 2015, þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við tillöguna.