Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 2. maí 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. apríl 2014 þar sem sótt er um leyfi til að hækka um eina hæð og ris með tveimur kvistum á götuhlið og svölum á gafli, byggja svalir á bakhlið og fjölga íbúðum úr tveimur í sex í húsi á lóð nr. 21 við Garðastræti. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. maí 2014.
Erindi fylgir minnisblað um framkvæmdina frá Verkfræðiþjónustunni dags. 7. apríl 2014 og annað um svalir frá VSI dagsett sama dag. Stækkun: 110,9 ferm., 295,2 rúmm. Gjald kr. 9.500