Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Háskóla Íslands, mótt. 19. apríl 2017, um breytingu á deiliskipulagi deiliskipulags Háskóla Íslands vegna lóðarinnar nr. 29 við Hringbraut sem felst í viðbyggingu við Gamla Garð og nýbyggingu á lóð sunnan hans. Byggingarnar eru tvær, annars vegar viðbygging við suðvesturgafl Gamla garðs, og hins vegar L- laga nýbygging sem opnast að Gamla Garði, samkvæmt uppdr. Ydda arkitekta, dags. 19. apríl 2017. Einnig er lögð fram hljóðvistarskýrsla verkfræðistofunnar Eflu, dags. 22. maí 2017 og umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 12. júní 2017. Jafnframt er lagt fram bréf rektors Háskóla Íslands, dags. 7. júlí 2017, þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdafresti. Tillagan var auglýst frá 6. júlí 2017 til og með 11. september 2017. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir: fyrrverandi formenn Arkitektafélags Íslands, dags. 15. ágúst 2017, Hilmar Þór Björnsson, dags. 16. ágúst 2017, Ólafur S. Andrésson, dags. 16. ágúst 2017, Sigrún Helgadóttir, dags. 16. ágúst 2017 og Álfheiður Ingadóttir, dags. 17. ágúst 2017. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 17. ágúst 2017 og bréf rektors Háskóla Íslands dags. 11. september 2017 ásamt bókun frá fundi háskólaráðs Háskóla Íslands frá 7. september 2017. Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. nóvmeber 2018 er lagður fram tölvupóstur Sigríðar Sigurðardóttur fh. umsækjenda dags. 12. nóvember 2018 þar sem erindið er dregið til baka.