Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. febrúar 2019 var lögð fram umsókn
Veitna ohf.
dags. 4. febrúar 2019 ásamt greinargerð dags. ódags. um framkvæmdaleyfi fyrir tvö verkefni. Annars vegna lagningu stofnæðar hitaveitu frá Suðuræð við Rauðavatn að aðstöðu Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls/Réttarháls ásamt 11kV háspennustrengja hluta leiðarinnar þ.e. frá undirgögnum við Suðurlandsveg að enda lagnar við Hálsabraut, samkvæmt teikningasetti HNIT verkfræðistofu dags. í mars 2019. Hins vegar vegna lagningu 11kV háspennustrengja frá hringtorgi við Suðurlandsveg/Vegbrekku/Norðlingavað norður fyrir Rauðavatn gegnum undirgögn undir Suðurlandsveg að lagnastæði fyrir Árbæjaræð og síðan frá enda Árbæjaræðar við Hálsabraut að spennistöð við Fossháls, samkvæmt teikningasetti Hnit verkfræðistofu dags. 1. mars 2019. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 22. febrúar 2018 og tvö bréf Vegagerðarinnar dags. 18. mars 2019 vegna hitaveitulagnar meðfram Suðurlandsvegi (1-e3) og vegna þverunar Suðurlandsvegar við Hádegismóa. Einnig er lögð fram umsögn deildar náttúru og garða dags. 3. apríl 2019. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. apríl 2019.