breyting á deiliskipulagi
Álftamýri 7-9
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 729
24. maí, 2019
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Gunnars Sigurðssonar dags. 18. október 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Álftamýri 1-5 og 7-9 vegna lóðarinnar nr. 7-9 við Álftamýri 7-9. Í breytingunni felst m.a. að byggð er ein hæð ofan á núverandi tveggja hæða byggingu og viðbygging á lóðarmörkum lóðar nr. 1-5 við Álftamýri verði hækkuð um tvær hæðir til jafns við aðalhúsið og framlengt að byggingarlínu norðurhliðar á 2. og 3. hæð, horn jarðhæðar er enn opið, samkvæmt uppdr. Tvíhorf dags. 8. nóvember 2018, síðast br. 14. maí 2019. Tillagan var auglýst frá 4. mars 2019 til og með 15. apríl 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: íbúar og eigendur að Álftamýri 15-27 dags. 13. mars 2019 og Ásberg K. Ingólfsson og Þórhildur Guðmundsdóttir dags. 15. apríl 2019. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa dags. 27. apríl 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. apríl 2019 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs