(fsp) tímabundin uppsetning 7 skilta
Þingholtin
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 374
25. nóvember, 2011
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fyrirspurn Hildar Björgvinsdóttur dags. 24. nóv. 2011 ásamt fylgiskjölum um leyfi til að setja upp sjö skilti fyrir sýningu sem fjallar um sögu verslunar og þjónustu nokkurra húsa í Þingholtunum á 20. öld. Þrjú skilti verða á Baldurstorgi, þrjú á Óðinstorgi og eitt við gatnamót Óðinsgötu og Freyjugötu. Verkefnið er styrkt af Reykjavíkurborg og er sýningin hugsuð sem tímabundin til eins árs.
Svar

Ekki gerð skipulagsleg athugasemd við erindið.