Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. október 2019 var lögð fram tillaga skrifstofu framkvæmda og viðhalds varðandi breytingu á deiliskipulagi Breiðholts 1. Í breytingunni felst að færa núverandi grenndarstöð sem er á bílastæði samsíða Arnarbakka á núverandi snúningshaus við Leirubakka, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta ehf. dags. 24. september 2019. Gert ráð fyrir að framlengja gangstétt við núverandi bílastæði að grenndarstöðinni og staðsetja upplýsingaskilti. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar
Vísað til skipulags- og samgönguráðs. Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr., sbr. 12. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1231/2018.