Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skrifstofu framkvæmda og viðhalds varðandi breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis. Í breytingunni felst að hluti af grassvæði á milli núv. gangstéttar og eystri lóðarmarka Sigtúns 30 verði breytt í grenndarstöð. Til að tryggja aðgengi losunarbíls er gert ráð fyrir að 2 bílastæði við hana verði fjarlægt og því fækki bílastæðum úr u.þ.b. 14 í 12, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta ehf. dags. 6. janúar 2020. Tillagan er auglýst frá 30. janúar 2020 til og með 12. mars 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Ólafur Torfason og Björn Skaftason f.h. Íslandshótela og Helgalands ehf. dags. 3. febrúar 2020. Einnig lagður fram tölvupóstur skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 7. febrúar 2020.