breyting á deiliskipulagi vegna Sigtúns 42
Teigahverfi
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 786
28. ágúst, 2020
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. maí 2020 var lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 28. apríl 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis. Í breytingunni felst að hluti af grassvæði á milli núv. gangstéttar og nyrðri lóðarmarka Sigtúns 42 verði breytt í grenndarstöð. Til að tryggja aðgengi losunarbíls er gert ráð fyrir að 3 bílastæði við hana verði fjarlægt og því fækki bílastæðum úr u.þ.b. 9 í 6, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta ehf. dags. 28. apríl 2020. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Sigtúni 41, 42, 43, 45, 47, 49, og 51.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.