breyting á deiliskipulagi vegna Sigtúns 42
Teigahverfi
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 805
22. janúar, 2021
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 28. apríl 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis. Í breytingunni felst að hluti af malarsvæði á milli núv. gangstéttar og nyrðri lóðarmarka Sigtúns 42 verði breytt í grenndarstöð. Til að tryggja aðgengi losunarbíls er gert ráð fyrir að 3 bílastæði við hana verði fjarlægt og því fækki bílastæðum úr u.þ.b. 9 í 6, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta ehf. dags. 28. apríl 2020. Tillagan var grenndarkynnt frá 21. september 2020 til og með 19. október 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Lilja Þorgeirsdóttir, Gerður Guðjónsdóttir og Auður Inga þorsteinsdóttir f.h. eigenda að Sigtúni 42 dags. 15. október 2020, Ólafur Örn Ólafsson og Þórunn Margrét Gunnarsdóttir dags. 18. október 2020, Kristinn Einarsson dags. 19. október 2020, Hákon Þór Sindrason, dags. 19. október 2020 og Guðrún Einarsdóttir dags. 19. október 2020. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. október 2020 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.