breyting á deiliskipulagi vegna Sigtúns 42
Teigahverfi
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 737
19. júlí, 2019
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 9. maí 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis vegna lóðarinnar nr. 24 við Kirkjuteig. Í breytingunni felst að stækka núverandi byggingu leikskólans þannig að skólinn verði átta deilda leikskóli. Færanlegar kennslustofur við leikskólann verða fjarlægðar, sem og byggingarreitir fyrir þær. Um er að ræða byggingarreit fyrir allt að tveggja hæða byggingu að hluta til og verður hluti þaks á 1. hæð notað sem leiksvæði barnanna. Norðan megin við núverandi leikskólabyggingu verður gert nýtt leiksvæði og einnig við lóðamörk leikskólans í austur sem munu nýtast bæði börnunum í Laugarnesskóla og þeim sem eru á leikskólanum Hofi. Lóð leikskólans verður stækkuð til norðurs, samkvæmt deiliskipulag- og skýringaruppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 8.maí 2019. Einnig er lagt fram heildaryfirlit lóða leikskólans og grunnskólans ódags. og minnisblað skóla- og frístundasviðs dags. 9. maí 2019. Tillagan var auglýst frá 31. maí 2019 til og með 12. júlí 2019. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar