breyting á deiliskipulagi vegna Sigtúns 42
Teigahverfi
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 727
10. maí, 2019
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 9. maí 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis vegna lóðarinnar nr. 24 við kirkjuteig. Í breytingunni felst að stækka núverandi byggingu leikskólans þannig að skólinn verði átta deilda leikskóli, færanlegar kennslustofur á leikskólalóðinni verða fjarlægðar, um er að ræða byggingarreit fyrir allt að tveggja hæða byggingu að hluta til og verður hluti þaks á 1. hæð notað sem leiksvæði barnanna, norðan megin við núverandi leikskólabyggingu verður gert nýtt nýtt leiksvæði og einnig við lóðamörk leikskólans í austur sem munu nýtast bæði börnunum í Laugarnesskóla og þeim sem eru á leikskólanum Hofi og lóð leikskólans verður stækkuð til norðurs, samkvæmt deiliskipulag- og skýringaruppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 8.maí 2019. Einnig er lagt fram heildaryfirlit lóða leikskólans og grunnskólans ódags. og minnisblað skóla- og frístundasviðs dags. 9. maí 2019.
Svar

Visað til skipulags- og samgönguráðs.
Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1231/2018.