Fimm hæða fjölbýlishús
Njálsgata 60
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 719
8. mars, 2019
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Arkís arkitekta ehf. dags. 5. nóvember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Njálsgötureits, reitur 1.190.3, vegna lóðarinnar nr. 60 við Njálsgötu. Í breytingunni felst að skilmálatafla er uppfærð, húsheiti Njálsgata 60 og Njálsgata 60A eru sameinuð undir heitinu Njálsgata 60 og byggingareit breytt þannig að hann bjóði upp á betri nýtingu byggingar og garðrýmis, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags 30. október 2018. Einnig er lagður fram skýringaruppdr. dags. 16. október 2018. Tillagan var grenndarkynnt frá 17. desember 2018 til og með 14. janúar 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Húsfélagið Njálsgötu 59 dags. 13. janúar 2019. Erindi var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. janúar 2019 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað í skipulags- og samgönguráð.

101 Reykjavík
Landnúmer: 102444 → skrá.is
Hnitnúmer: 10023429